Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka í dag: Sýning á Litla Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 12:15 Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag, 28. september 2019. Heimasíða Brims Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Brim fer fram á Eyrarbakka í dag þar sem plast og skaðsemi þess verður aðalmálið. Þá verður sýning í fangelsinu á Litla Hrauni og strandhreinsun fer fram samhliða hátíðinni. Það er ekkert bíó á Eyrarbakka og þá hlýtur að vakna sú spurning hvernig hægt er að halda kvikmyndahátíð þar sem ekkert bíóhús er. Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka og forsvarsmaður hátíðarinnar, sem heitir Brim veit allt um málið. „Eins og hæfir í sjávarþorpi þá ætlum við að fjalla um plast og afleiðingar þess fyrir náttúruna, manneskjuna og allt umhverfið. Þetta er eiginlega ein mesta umhverfisógnin sem er fyrir framan okkur og það sem við sjálf getum hvað mest og best haft áhrif á og dregið úr. Plastið er eins og það er ógnvekjandi þá getum við hvert og eitt lagt okkar af mörkum strax í dag og dregið úr þessu skelfilega vandamáli, sem er fyrir framan okkur“, segir Guðmundur. Hátíðin fer fram á heimilum fólks á Eyrarbakka, í Húsinu og á Litla Hrauni. Þá hafa nemendur á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri útbúið stuttmyndir og annað miðlunartengt efni, sem varðar plastmengun sjávar. Þær myndir verða sýndar í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Í fangelsinu á Litla Hrauni verða kvikmyndasýningar, fangar fengu að bara í bíó þar í morgun og klukkan tvö verður sýning fyrir almenning í fangelsinu. „Já, þar verður Halldór Valur, forstöðumaður fangelsisins líka að fjalla um umhverfismál og fangelsið, sem er mjög áhugavert og eitthvað sem maður hugsar ekki oft og setur í samhengi“, segir Guðmundur. Guðmundur Ármann Pétursson, sem á allan heiðurinn af kvikmyndahátíðinni Brim. Guðmundur var framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi til nokkurra ára áður en hann flutti á Eyrarbakka með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram strandhreinsun í Eyrarbakkafjöru. „Já, við byrjuðum á því klukkan 11:00 í morgun. Þá fór stór hópur út og gekk ströndina til að leita af og týna plast og taka það saman í samstarfi við Björgunarsveitina á Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg, þannig að það er tekið á öllum þáttum“, segir Guðmundur enn fremur. Tekið skal fram að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni.
Árborg Bíó og sjónvarp Umhverfismál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira