Útgáfufélagið Birtingur tapaði 168 milljónum króna á árinu 2018. Félagið gaf út fjögur blöð og tímarit á árinu; Mannlíf, Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli, auk þess sem það hélt úti vefmiðlinum mannlif.is.
Í ársreikningi Birtings kemur fram að rekstrartekjur þess hafi numið tæpum 448 milljónum á árinu. Margir hafa kvartað undan rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en auk Birtings enduðu Árvakur og DV í tapi eftir árið 2018. Tap Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nam 415 milljónum króna og tap DV nam 240 milljónum króna.
Útgáfufélag Fréttablaðsins, Torg, skilaði 39 milljóna króna hagnaði í fyrra. Stundin skilaði 10,5 milljóna króna hagnaði og útgáfufélag Viðskiptablaðsins hagnaðist um tvær milljónir króna.
Birtingur skilaði einnig tapi árið 2017, sem nam 149 milljónum króna. Þá gaf félagið einnig út tímaritið Nýtt líf.
Birtingur tapaði 168 milljónum á árinu 2018
Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Mest lesið

Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“
Viðskipti innlent



Ofurstinn flytur til Texas
Viðskipti erlent

Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests
Viðskipti innlent

„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“
Viðskipti innlent

Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru”
Viðskipti innlent

Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi
Viðskipti innlent

„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“
Viðskipti innlent
