Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2019 20:57 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðherrabústaðnum í gær. Bæjarstjórar Seltjarnarness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir aftan að undirrita sáttmálann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05