„Ég er mjög spennt fyrir þessum bardaga og svo fékk ég tækifæri til þess að koma hingað sem gestur hjá UFC og gæti ekki verið ánægðari,“ sagði hin vinalega Calderwood sem hefur æft löngum stundum hjá Mjölni og þá mikið með Sunnu Tsunami.
„Það er alltaf frábær stemning á bardögunum hans Gunna. Þetta er eins og Gunnar sé að berjast við sjálfan sig. Þeir eru mjög líkir. Þetta gæti orðið bardagi kvöldsins. Ég held að Gunni geti gert góða hluti. Ég er alltaf í horninu hans sama hvað gengur á.“
Bardagi Gunnars og Burns er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan 18.00.