Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 18:45 Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. Kjósendur eru uggandi vegna árása Talíbana á kosningafundi og kjörstaði og óttast fleiri árásir á kjördag.Blóðug barátta Kosningabaráttan hefur verið þyrnum stráð enda hafa Talíbanar lýst því yfir að kosningarnar séu blekkingarleikur leppstjórnar Bandaríkjamanna. Hreyfingin, sem Bandaríkin steypti af stóli árið 2001, hefur því varað Afgana við því að taka þátt í kosningunum. Hvort sem sú þátttaka felst í því að kjósa, vinna við kosningarnar eða mæta á baráttufundi frambjóðenda. Hingað til hafa Talíbanar staðið við hótanir sínar, líkt og þeir hafa gert í kringum fyrri kosningar í landinu. Fyrir tíu dögum réðist hreyfingin til að mynda á baráttufund Ashrafs Ghani forseta, myrti 26 og særði fjörutíu. Þess vegna reynir ríkisstjórnin nú sitt besta til þess að tryggja öryggi á þeim 4.942 kjörstöðum sem opnir verða á morgun. Massoud Andarabi innanríkisráðherra sagði í dag að undirbúningur öryggismála hafi farið af stað fyrir átta mánuðum. Í fyrsta skipti leiði herinn undirbúninginn. Á þeim kjörstöðum sem verða opnir verður þremur öryggishliðum komið upp. Fyrstu tveggja gætir lögregla en ysta hliðið verður í umsjón afganska hersins. Andarabi tók fram að rúmlega níu af hverjum tíu kjörstöðum verði opnir en ekki hefur tekist að tryggja öryggi á 431 kjörstað. Ghani líklegur Sigurstranglegustu forsetaframbjóðendurnir eru Ghani forseti og Abdullah Abdullah, sem fékk næstflest atkvæði í kosningunum 2014. Ef enginn fær meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Afganistan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. Kjósendur eru uggandi vegna árása Talíbana á kosningafundi og kjörstaði og óttast fleiri árásir á kjördag.Blóðug barátta Kosningabaráttan hefur verið þyrnum stráð enda hafa Talíbanar lýst því yfir að kosningarnar séu blekkingarleikur leppstjórnar Bandaríkjamanna. Hreyfingin, sem Bandaríkin steypti af stóli árið 2001, hefur því varað Afgana við því að taka þátt í kosningunum. Hvort sem sú þátttaka felst í því að kjósa, vinna við kosningarnar eða mæta á baráttufundi frambjóðenda. Hingað til hafa Talíbanar staðið við hótanir sínar, líkt og þeir hafa gert í kringum fyrri kosningar í landinu. Fyrir tíu dögum réðist hreyfingin til að mynda á baráttufund Ashrafs Ghani forseta, myrti 26 og særði fjörutíu. Þess vegna reynir ríkisstjórnin nú sitt besta til þess að tryggja öryggi á þeim 4.942 kjörstöðum sem opnir verða á morgun. Massoud Andarabi innanríkisráðherra sagði í dag að undirbúningur öryggismála hafi farið af stað fyrir átta mánuðum. Í fyrsta skipti leiði herinn undirbúninginn. Á þeim kjörstöðum sem verða opnir verður þremur öryggishliðum komið upp. Fyrstu tveggja gætir lögregla en ysta hliðið verður í umsjón afganska hersins. Andarabi tók fram að rúmlega níu af hverjum tíu kjörstöðum verði opnir en ekki hefur tekist að tryggja öryggi á 431 kjörstað. Ghani líklegur Sigurstranglegustu forsetaframbjóðendurnir eru Ghani forseti og Abdullah Abdullah, sem fékk næstflest atkvæði í kosningunum 2014. Ef enginn fær meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu frambjóðendanna.
Afganistan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira