Sextíu rafskútur á víð og dreif um borgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2019 16:04 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt eigendum Hopps og fulltrúa Nova sem styrkir verkefnið. Rafskútuleigan Hopp hóf starfsemi í dag og hefur 60 rafskútum verið dreift um miðborgina. Bæði ferðamenn og borgarbúar eru farnir að nýta sér þennan ferðamáta sem er vel þekktur í fjölmörgum Evrópulöndum og víðar. Á heimasíðu Hop kemur fram að um sé að ræða hágæða endingargóð rafmagnshlaupahjól sem séu byggð til að standast íslenskar aðstæður. Rafskútan sé byggð fyrir óslétta vegi, bleytu og vind. Notendur komist ansi langt á einni hleðslu og þurfi ekki að hafa áhyggjur á að rafskútan eyðileggist.Rafskúturnar og staðsetning þeirra klukkan 15:46 í dag.Þá sé rafskútan með háþróað bremsukerfi sem tryggi að farþegar geti ferðast þægilega og stjórnað hraðanum með öryggið í fyrirrúmi. Þar að auki séu demparar að framan til að gera ferðina enn mýkri. Mælt er með notkun hjálms til að gera ferðina öruggara. Í tilkynningu kemur fram að hægt verði að leigja hágæða rafskútur í miðbæ Reykjavíkur og stefnan er sett á að stækka svæðið í náinni framtíð. Sumarið og haustið hefur farið vel með okkur höfuðborgarbúa en veturinn er óumflýjanlegur og því eru rafskúturnar frá Hopp sterkbyggðar og hannaðar til þess að lifa veturinn af. Rafskútan er byggð fyrir óslétta vegi, bleytu, vind og allt það sem veturinn færir okkur. „Rafskúturnar hafa verið mjög vinsælar og eru bæði nýttar sem aðalferðamáti og til skemmtunar. Íslendingar hafa einnig verið að leigja rafskútur í miklum mæli erlendis og er frábært að nú hafa þeir tækifæri til að ferðast um miðbæinn okkar á þennan umhverfisvæna og skemmtilega máta,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopp í tilkynningu. Rafskúturnar eru staðsettar í miðbænum, allt frá Granda upp að Kringlu og niður í Laugardal. Þau eru sextíu talsins. Stök ferð kostar 100 krónu startgjald og svo þrjátíu krónur fyrir hverja mínútu á hjólinu. Skilja má rafskúturnar eftir hvar sem er innan þjónustusvæðisins. Með smáforritinu Hopp má sjá hvar rafskútur eru lausar til leigu. Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. 2. júlí 2018 11:05 Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Rafskútuleigan Hopp hóf starfsemi í dag og hefur 60 rafskútum verið dreift um miðborgina. Bæði ferðamenn og borgarbúar eru farnir að nýta sér þennan ferðamáta sem er vel þekktur í fjölmörgum Evrópulöndum og víðar. Á heimasíðu Hop kemur fram að um sé að ræða hágæða endingargóð rafmagnshlaupahjól sem séu byggð til að standast íslenskar aðstæður. Rafskútan sé byggð fyrir óslétta vegi, bleytu og vind. Notendur komist ansi langt á einni hleðslu og þurfi ekki að hafa áhyggjur á að rafskútan eyðileggist.Rafskúturnar og staðsetning þeirra klukkan 15:46 í dag.Þá sé rafskútan með háþróað bremsukerfi sem tryggi að farþegar geti ferðast þægilega og stjórnað hraðanum með öryggið í fyrirrúmi. Þar að auki séu demparar að framan til að gera ferðina enn mýkri. Mælt er með notkun hjálms til að gera ferðina öruggara. Í tilkynningu kemur fram að hægt verði að leigja hágæða rafskútur í miðbæ Reykjavíkur og stefnan er sett á að stækka svæðið í náinni framtíð. Sumarið og haustið hefur farið vel með okkur höfuðborgarbúa en veturinn er óumflýjanlegur og því eru rafskúturnar frá Hopp sterkbyggðar og hannaðar til þess að lifa veturinn af. Rafskútan er byggð fyrir óslétta vegi, bleytu, vind og allt það sem veturinn færir okkur. „Rafskúturnar hafa verið mjög vinsælar og eru bæði nýttar sem aðalferðamáti og til skemmtunar. Íslendingar hafa einnig verið að leigja rafskútur í miklum mæli erlendis og er frábært að nú hafa þeir tækifæri til að ferðast um miðbæinn okkar á þennan umhverfisvæna og skemmtilega máta,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopp í tilkynningu. Rafskúturnar eru staðsettar í miðbænum, allt frá Granda upp að Kringlu og niður í Laugardal. Þau eru sextíu talsins. Stök ferð kostar 100 krónu startgjald og svo þrjátíu krónur fyrir hverja mínútu á hjólinu. Skilja má rafskúturnar eftir hvar sem er innan þjónustusvæðisins. Með smáforritinu Hopp má sjá hvar rafskútur eru lausar til leigu.
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. 2. júlí 2018 11:05 Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. 2. júlí 2018 11:05
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30