„Incel-morðinginn“ í Kanada: Vildi drepa fleiri en sá ekki út um rúðuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 10:48 Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. Vísir/AP Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað. Kanada Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Skömmu eftir að Alek Minassian var handtekinn í Toronto í Kanada, sagði hann lögregluþjóni að hann hefði verið í samskiptum við tvo fjöldamorðingja sem aðhyllast „incel“ hugmyndafræðinni. Minassian játaði að hafa notað sendiferðabíl sem vopn og að hafa myrt tíu manns og sært 16 í apríl í fyrra. Þegar hann var spurður út í tilfinningar sínar gagnvart morðunum sagðist Minassian vera þeirrar skoðunar að hann hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Minassian sagðist aldrei hafa átt kærustu og sagðist aldrei hafa lagt stundað ástarmök og sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að hvetja til fleiri árása. „Ég veit um nokkra aðra stráka á netinu sem eru samhuga mér,“ sagði Minassian en hann bætti við að hann teldi þá of mikla heigla til að gera árásir. Hann sagði sömuleiðis að hann hefði fyrst „öfgavæst“ eftir maður að nafni Elliot Rodger skaut sex til bana og særði fjórtán í Kaliforníu árið 2014. Rodger skilgreindi sig einnig sem Incel og er álitinn stofnandi hreyfingarinnar, ef svo má kalla, en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér áður en hann var handtekinn. Þetta kemur fram á upptöku af viðtali rannsóknarlögreglumanns við Minassian sem opinberað var í morgun. Réttarhöldin yfir honum munu fara fram í byrjun næsta árs.Gat ekki „fengið á broddinn“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Incel hreyfingin - Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldiMinassian sagðist hafa átt í samskiptum við Rodger frá janúar 2014 og til maí, skömmu áður en Roger framdi áðurnefnt fjöldamorð. „Okkur fannst hvor annar áhugaverður,“ sagði Minassian, samkvæmt CBC í Kanada. „Við ræddum gremju okkar gagnvart samfélaginu og það að við gætum ekki fengið á broddinn.“Sjá einnig: Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninnMinassian sagðist einnig hafa átt í samskiptum við Chris Harper-Mercer, sem skaut níu manns til bana og særði átta í október 2015. Staðhæfingar hans um samskipti við Harper-Mercer og Rodger hafa þó ekki verið staðfestar. Minassian sagði lögregluþjóninum á einum tímapunkti að ástæða þess að hann hefði aldrei átt kærustu væri að hann væri „of almennilegur“. Hann sagði frá því að árið 2013 hefði hann verið í hrekkjavökupartí og þar hefðu konur sem hann reyndi að tala við, hlegið að honum. Hann hafði aðeins einu sinni boðið konu á stefnumót en hún hafnaði honum. Það tók verulega á, samkvæmt Minassian. Hann sagðist hafa orðið reiður yfir því að konur veittu stærri hrottum ást þeirra og umhyggju.Drykkur skettist á framrúðuna Minassian ræddi einnig árás sína við lögregluþjóninn og sagðist hafa undirbúið hana í um mánuð. Hann hafi sérstaklega leitað að sendiferðabíl sem væri ekki of stór og ekki of lítill. Hann hafi svo fundið sendiferðabíl sem var af „fullkominni stærði til að nota sem vopn mitt“. Hann ók eftir fjölfarinni götu í Toronto og eins og áður segir dóu tíu og sextán særðust. Eina ástæða þess að Minassian stöðvaði árás sína var að drykkur einhvers sem hann ók yfir hafði skvest á framrúðu sendiferðabílsins. „Ég vildi gera meira,“ sagði Minassian en bætti við að hann hefði ekki séð út um rúðuna og óttaðist að keyra á eitthvað.
Kanada Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira