Í senn ofsafenginn og hástemmdur Jónas Sen skrifar 25. september 2019 15:00 Hljómsveitin spilaði af öryggi, segir gagnrýnandi. Fréttablaðið/Ernir Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést féll hann úr náðinni hjá Stalín. Og það var ekkert grín. Stjórnvöld eignuðu sér listamennina, þeim var sagt hvernig verk þeir áttu að skapa. Valdamenn Sovétríkjanna trúðu því almennt að listaverk gætu ekki verið hlutlaus pólitískt séð. Listaverk var annað hvort með eða á móti gildum byltingarinnar. Möppudýr og kerfiskarlar gátu því hafnað verkum ef þau studdu ekki hugmyndafræðina sem lá að baki byltingunni. Þeir vildu frekar tónlist fyrir kóra og kammerhópa en einleiksverk því hin fyrrnefndu samsvöruðu betur hugmyndinni um rússneskan samvinnuanda. Almennt talað voru yfirborðsleg verk tekin fram yfir þau djúpu vegna þess að þau höfðuðu meira til fjöldans. Prokofíev þótti ekki falla inn í þessa mynd og síðustu árin sem hann lifði var tónlist hans tekin af dagskránni í Sovétríkjunum.Af miklum glæsileik Verkið eftir hann sem flutt var á tónleikunum á fimmtudagskvöldið er fimmta sinfónían. Hún var frumflutt þremur árum áður en allt fór til fjandans. Tónlistin einkennist af mögnuðum laglínum og skemmtilegri framvindu, hún er einstaklega grípandi. Stjórnandi var Roderick Cox og hann var auðheyrilega með allt á hreinu. Hljómsveitin spilaði af öryggi, einstakir hljóðfæraleikarar léku einleikslínur af miklum glæsileik og heildarhljómurinn var þéttur og samsvaraði sér vel. Gott flæði var í tónlistinni, túlkunin var snörp og gædd sannfærandi flæði, hápunktarnir prýðilega samtaka og tignarlegir. Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy kom einnig ágætlega út. Þetta er fíngerð tónlist, allskonar blæbrigði eru ofin inn í atburðarásina og útkoman var þéttofinn tónavefur sem hljómsveitin útfærði af nostursemi og þokka undir smekklegri stjórn Cox. Fiðlukonsert eftir Jennifer Higdon var líka flottur. Einleikari var Benjamin Beilman, og leikur hans var í senn ofsafenginn og hástemmdur. Higdon er samtímatónskáld sem hefur notið óvanalegrar velgengni undanfarin ár. Tónlist hennar er enda aðgengileg án þess að vera ódýr, þar eru laglínur og endurtekningar til áherslu, auðskiljanleg frásögn með skýru flæði og oft heillandi áferð. Beilman spilaði af gríðarlegri fagmennsku, leikur hans var áreynslulaus og ótrúlega glæsilegur. Það var bókstaflega unaður að hlusta á hann leika; samspil hans og hljómsveitarinnar var sömuleiðis nákvæmt og til fyrirmyndar. Bravó! Jónas Sen Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést féll hann úr náðinni hjá Stalín. Og það var ekkert grín. Stjórnvöld eignuðu sér listamennina, þeim var sagt hvernig verk þeir áttu að skapa. Valdamenn Sovétríkjanna trúðu því almennt að listaverk gætu ekki verið hlutlaus pólitískt séð. Listaverk var annað hvort með eða á móti gildum byltingarinnar. Möppudýr og kerfiskarlar gátu því hafnað verkum ef þau studdu ekki hugmyndafræðina sem lá að baki byltingunni. Þeir vildu frekar tónlist fyrir kóra og kammerhópa en einleiksverk því hin fyrrnefndu samsvöruðu betur hugmyndinni um rússneskan samvinnuanda. Almennt talað voru yfirborðsleg verk tekin fram yfir þau djúpu vegna þess að þau höfðuðu meira til fjöldans. Prokofíev þótti ekki falla inn í þessa mynd og síðustu árin sem hann lifði var tónlist hans tekin af dagskránni í Sovétríkjunum.Af miklum glæsileik Verkið eftir hann sem flutt var á tónleikunum á fimmtudagskvöldið er fimmta sinfónían. Hún var frumflutt þremur árum áður en allt fór til fjandans. Tónlistin einkennist af mögnuðum laglínum og skemmtilegri framvindu, hún er einstaklega grípandi. Stjórnandi var Roderick Cox og hann var auðheyrilega með allt á hreinu. Hljómsveitin spilaði af öryggi, einstakir hljóðfæraleikarar léku einleikslínur af miklum glæsileik og heildarhljómurinn var þéttur og samsvaraði sér vel. Gott flæði var í tónlistinni, túlkunin var snörp og gædd sannfærandi flæði, hápunktarnir prýðilega samtaka og tignarlegir. Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy kom einnig ágætlega út. Þetta er fíngerð tónlist, allskonar blæbrigði eru ofin inn í atburðarásina og útkoman var þéttofinn tónavefur sem hljómsveitin útfærði af nostursemi og þokka undir smekklegri stjórn Cox. Fiðlukonsert eftir Jennifer Higdon var líka flottur. Einleikari var Benjamin Beilman, og leikur hans var í senn ofsafenginn og hástemmdur. Higdon er samtímatónskáld sem hefur notið óvanalegrar velgengni undanfarin ár. Tónlist hennar er enda aðgengileg án þess að vera ódýr, þar eru laglínur og endurtekningar til áherslu, auðskiljanleg frásögn með skýru flæði og oft heillandi áferð. Beilman spilaði af gríðarlegri fagmennsku, leikur hans var áreynslulaus og ótrúlega glæsilegur. Það var bókstaflega unaður að hlusta á hann leika; samspil hans og hljómsveitarinnar var sömuleiðis nákvæmt og til fyrirmyndar. Bravó! Jónas Sen
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira