Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 19:44 Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins líst illa á fyrirætlanir um Borgarlínu. Vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist nú horfa fram á það að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármagni kosningaloforð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur með nýjum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var í dag. Þá segir hann nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu „kolranga“. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum, sem verður m.a. tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum. Þá fara 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur.Sjá einnig: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Sigmundur ræddi málið, einkum með hliðsjón af Borgarlínunni, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þörfina fyrir samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar um land allt, augljósa. Hann sagði hins vegar að svo virtist sem mismunandi hugmyndir væru uppi um eðli Borgarlínunnar, og vísaði þar í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem svaraði fyrirspurn Sigmundar sjálfs um Borgarlínu á þingi í dag. „Fyrir mitt leyti er þetta samgönguás um borgina þar sem er nýtt allt tækifæri til að bæta við auka akreinum þannig að þangað megi fleyta almenningssamgöngum, þar verði líka hægt að koma hópferðabílum, leigubílum og eftir atvikum ef menn ákveða að gera það þannig í þágu greiðari umferðar, bílum sem eru með segjum þremur eða fjórum farþegum og svo framvegis,“ sagði Bjarni á þinginu. Sigmundur sagði þetta stangast á við stefnu borgaryfirvalda. „Ég heyrði í fjármálaráðherranum í þinginu í dag sem var með sínar hugmyndir. Hann vildi að þetta yrði auka akrein þar sem menn fengju að keyra nokkrir saman í bíl, leigubílar og strætó. Það er allt önnur hugmynd en borgarstjórinn hefur og Samfylkingin í Reykjavík,“ sagði Sigmundur.Frá undirritun samkomulagsins í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er þriðji frá vinstri og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er þriðji frá hægri.Vísir/EgillHann fullyrti að borgaryfirvöld sæju Borgarlínu fyrir sér sem „sérstakan akveg fyrir nýja tegund af strætisvögnum“. Þetta myndi „taka af núverandi götum.“ „Þetta er auðvitað algjörlega kolröng nálgun,“ sagði Sigmundur. Helstu upplýsingar um Borgarlínuna liggja þegar fyrir, m.a. á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og á vefnum Borgarlinan.is. Á vef SSH segir að lagt sé upp með að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu „myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með afkastamiklum liðvögnum og hins vegar strætisvagnakerfi.“Þá muni Borgarlínan ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum.Halda áfram „á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu“ Sigmundur sagði Borgarlínuverkefnið „keyrt mjög agressívt áfram af borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík.“ Þá kvaðst hann óttast að Borgarlínan muni kosta mun meira en lagt er upp með í núverandi áætlun. „Það er svona sem kerfið virkar. Fólk er ráðið í vinnu við að framfylgja einhverju markmiði og þá bara halda menn áfram á þeirri braut, á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu í þessu tilviki.“ Sigmundur furðaði sig jafnframt á því að stefna ríkisstjórnarinnar, og þannig Sjálfstæðisflokksins á þingi, stangist á við stefnu flokksins í borginni. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík.“Viðtalið við Sigmund má hlusta á í heild hér að neðan. Borgarlína Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Tengdar fréttir Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 25. september 2019 14:32 Samgönguás og Borgarlína Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. 13. september 2019 07:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist nú horfa fram á það að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármagni kosningaloforð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur með nýjum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var í dag. Þá segir hann nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu „kolranga“. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum, sem verður m.a. tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum. Þá fara 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur.Sjá einnig: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Sigmundur ræddi málið, einkum með hliðsjón af Borgarlínunni, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þörfina fyrir samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar um land allt, augljósa. Hann sagði hins vegar að svo virtist sem mismunandi hugmyndir væru uppi um eðli Borgarlínunnar, og vísaði þar í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem svaraði fyrirspurn Sigmundar sjálfs um Borgarlínu á þingi í dag. „Fyrir mitt leyti er þetta samgönguás um borgina þar sem er nýtt allt tækifæri til að bæta við auka akreinum þannig að þangað megi fleyta almenningssamgöngum, þar verði líka hægt að koma hópferðabílum, leigubílum og eftir atvikum ef menn ákveða að gera það þannig í þágu greiðari umferðar, bílum sem eru með segjum þremur eða fjórum farþegum og svo framvegis,“ sagði Bjarni á þinginu. Sigmundur sagði þetta stangast á við stefnu borgaryfirvalda. „Ég heyrði í fjármálaráðherranum í þinginu í dag sem var með sínar hugmyndir. Hann vildi að þetta yrði auka akrein þar sem menn fengju að keyra nokkrir saman í bíl, leigubílar og strætó. Það er allt önnur hugmynd en borgarstjórinn hefur og Samfylkingin í Reykjavík,“ sagði Sigmundur.Frá undirritun samkomulagsins í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er þriðji frá vinstri og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er þriðji frá hægri.Vísir/EgillHann fullyrti að borgaryfirvöld sæju Borgarlínu fyrir sér sem „sérstakan akveg fyrir nýja tegund af strætisvögnum“. Þetta myndi „taka af núverandi götum.“ „Þetta er auðvitað algjörlega kolröng nálgun,“ sagði Sigmundur. Helstu upplýsingar um Borgarlínuna liggja þegar fyrir, m.a. á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og á vefnum Borgarlinan.is. Á vef SSH segir að lagt sé upp með að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu „myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með afkastamiklum liðvögnum og hins vegar strætisvagnakerfi.“Þá muni Borgarlínan ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum.Halda áfram „á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu“ Sigmundur sagði Borgarlínuverkefnið „keyrt mjög agressívt áfram af borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík.“ Þá kvaðst hann óttast að Borgarlínan muni kosta mun meira en lagt er upp með í núverandi áætlun. „Það er svona sem kerfið virkar. Fólk er ráðið í vinnu við að framfylgja einhverju markmiði og þá bara halda menn áfram á þeirri braut, á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu í þessu tilviki.“ Sigmundur furðaði sig jafnframt á því að stefna ríkisstjórnarinnar, og þannig Sjálfstæðisflokksins á þingi, stangist á við stefnu flokksins í borginni. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík.“Viðtalið við Sigmund má hlusta á í heild hér að neðan.
Borgarlína Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Tengdar fréttir Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 25. september 2019 14:32 Samgönguás og Borgarlína Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. 13. september 2019 07:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 25. september 2019 14:32
Samgönguás og Borgarlína Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. 13. september 2019 07:00
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38