Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. september 2019 15:33 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar, gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. Þær hófust í morgun og var hundrað manns sagt upp. Flestum sem starfa í höfuðstöðvum bankans. „Ég get staðfest að þetta er búinn að vera mjög erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall starfsmanna að kveðja og sumir eftir langan starfsferil. Það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ sagði Benedikt í samtali við fréttastofu. Hann sagði uppsagnirnar dreifast um allan bankann. Flestir úr þessum hópi störfuðu í höfuðstöðvunum. „Svona rekstur er auðvitað alltaf til skoðunar og það liggur fyrir að það er búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár. Útlánatöp, hár rekstrarkostnaður og miklar álögur,“ segir Benedikt. „Við erum að borga um fimm milljarða á ári í sértæka skatta og þetta kom auðvitað til tals þegar ég sótti um stöðu.“ Benedikt segir samkeppnisumhverfi Arion mjög krefjandi. Ekki sé einungis verið að keppa við innlenda og erlenda banka, heldur lífeyrissjóði, fjártæknifyrirtæki og minni fjármálafyrirtæki sem lúti ekki sömu álögum og stærri fjármálafyrirtæki, eins og Arion. „Til þess að vera samkeppnishæf í okkar rekstri verðum við auðvitað að haga seglum eftir vindum á hverjum tíma.“ Hann sagðist hafa verið ráðinn til að leiða bankann áfram svo hann sé árangursríkur til lengri tíma. „Okkar markmið er auðvitað að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og til þess að við getum gert það, þurfum við auðvitað að vera rekin með arðbærum hætti.“Tveggja mánaða undirbúningur Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði. Benedikt segir að það að hundrað hafi verið sagt upp, hafi ekki verið ákveðið fyrir fram. „Við förum yfir hverja einustu starfseiningu og reynum að manna hana sem best á hverjum tíma með tilliti til þeirrar stefnu sem við erum að leggja. Þá reynum við að stilla upp okkar besta fólki,“ segir Benedikt. Varðandi það að upplýsingar um þessar aðgerðir hafi lekið í aðdraganda þeirra segir Benedikt að ekki sé búið að skoða það sérstaklega. „Upplýsingarnar sem birtust voru þó ónákvæmar og ekki réttar,“ sagði Benedikt og taldi hann því að þær upplýsingar hefðu ekki komið úr Arion. Frekar hafi verið um vangaveltur að ræða.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09