Handbolti

Patrekur getur ekki lengur skorað á dómarana að kíkja á atvik í VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur ásamt sínum hundtrygga aðstoðarmanni.
Patrekur ásamt sínum hundtrygga aðstoðarmanni. mynd/skjern
Danski handboltinn hefur tekið þá ákvörðun að hætta með nýjar reglur hvað varðar VAR en reglurnar tóku gildi í sumar.

Danirnir hafa verið með VAR síðustu tvær leiktíðir þar sem dómarar hafa getað kíkt á vafasöm atvik en í sumar tóku þeir upp reglur sem svipar til þeirra sem eru við gildi í NFL-deildinni.

Þjálfararnir í deildinni gátu þá skorað á dómaranna að kíkja á vafasóman dóm í VARsjánni.

Þetta gekk ekki eins og vonir stóðu til og einungis mánuði eftir að deildin fór í gang eru þeir hættir með þessa nýju reglu.







Rasmus Boysen greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en þar segir hann að allt hafi verið mjög óskýrt í kringum ferlið.

Hann bendir á að síðustu tíu mínúturnar í Íslendingaslag GOG og Álaborgar hafi tekið 23 mínútur og að þetta hafi skemmt allt flæði í leiknum.

Danirnir halda þó áfram að nota VAR eins og við þekkjum hér á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×