Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 08:00 Icelandair greip til aðgerða þegar WOW Air féll. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira