Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 13:14 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45
Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00