Ummælin lét Gove falla í samtali við LBC fjölmiðilinn sem fer mikinn í stjórnmálaumræðunni á Bretlandi en Gove er meðal annars fyrrum umhverfisráðherra Bretlands.
Sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker var ekki hrifinn af líkingunni og segir að ef Guardiola hefði átt svipuðu gengi að fagna og Boris þá væri einfaldlega búið að reka hann.
If Pep Guardiola had a run of results like Boris Johnson, he’d be sacked. https://t.co/8DGjBpDhO3
— Gary Lineker (@GaryLineker) September 25, 2019
Prófessorinn Matthias Eberl blandar sér einnig í umræðuna og segir að það sé ekki hægt að bera Boris og Guardiola. Hann setti svo fram nokkrar staðreyndir.
Pep Guardiola never lost six matches on a row, sacked 21 of his best players or tried to suspend the football season for five weeks, and has never been defeated 0-11.@GaryLinekerhttps://t.co/gQ78ZJxOMr
— Matthias Eberl (@eberlmat) September 25, 2019
Boris hefur verið mikið í umræðunni á Englandi undanfarnar vikur. Hann vildi meðal annars fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgönug Bretlands úr Evrópusambandinu í október en mikið hefur gengið á Bretlandi.