Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra. Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kvartanirnar hafa borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna sem um ræðir. Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Málefni Haraldar og lögreglunnar voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur ætlaði ekki að stíga sjálfur til hliðar, í samtali við frettabladid.is, að ríkisstjórnarfundinum loknum. Í bréfi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sendi lögreglustjórum allra níu lögregluumdæmanna í síðustu viku og varðar sívaxandi óánægju innan lögreglunnar, sem beinist sérstaklega að þætti ríkislögreglustjóra, segir að togstreita á milli manna hafi verið áberandi undanfarið.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Sérstaklega hefur verið bent á að staða embættis ríkislögreglustjóra sé ekki nógu skýr og að margþætt hlutverk hans beinlínis kalli á deilur og togstreitu, m.a. um reglur, fjármuni og mannafla,“ segir í bréfinu. Þar segir einnig að ráðherra telji það rétt að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, „óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Í bréfinu leggur ráðherra jafnframt mikla áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða skrefum rétt kann að vera að gera breytingar á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver, væri unnt að stíga strax til að bregðast við þeim vanda sem nú er uppi. Ráðuneytið muni leita til forystumanna lögreglu og annarra sem málið varðar á komandi vikum. Í bréfinu er þess óskað að lögregluembættin verði ráðuneytinu innan handar í þeirri vinnu sem fram undan er. Ljóst er að lögreglumenn um allt landið eru óánægðir með störf og í einhverjum tilfellum framkomu Haraldar, en í fyrradag lýstu átta af níu lögreglustjórum yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra – allir nema Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Ráðherra mun funda með lögreglustjórum, sérsveitinni, öðrum lögreglumönnum og starfsmönnum löggæslunnar á næstu dögum og viðra hugmyndir sínar um sameiningu embætta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48