Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 19:27 Áslaug Arna ræðir við fjölmiðla við stjórnarráðið í morgun. Vísir Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið. „Við erum meðal annars að setja í vinnu málefni lögreglunnar, hvernig við getum komið með skipulagsbreytingar til hagsbóta fyrir bæði lögregluna sjálfa en ekki síst borgarana. Á næstu dögum mun fara fram samráð um þær. Eitt af því sem við erum að skoða alvarlega er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og embætti á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV. Var hún spurð um hvort það þýddi að embætti Ríkislögreglustjóra yrði þá lagt niður, næðu þessar tillögur fram að ganga. „Það kæmi einn haus eða yfirmaður á þessi tvo embætti en einnig að ýmis verkefni sem eru undir Ríkislögreglustjóra myndu geta farið á önnur embætti til að styrkja þau,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að hugmyndirnar væru unnar á grundvelli skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta frá árinu 2009. Var Áslaug Arna einnig spurð að því hversu langan tíma hún gæti tekið til þess að finna lausn á málinu. „Ég get gefið mér örfáar vikur. Ég er að vinna þetta afar hratt og tel að skipulagsbreytingar sem þessar gætu verið lausn bæði vegna vegna þessa máls en ekki síst til að bæta löggæslu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið. „Við erum meðal annars að setja í vinnu málefni lögreglunnar, hvernig við getum komið með skipulagsbreytingar til hagsbóta fyrir bæði lögregluna sjálfa en ekki síst borgarana. Á næstu dögum mun fara fram samráð um þær. Eitt af því sem við erum að skoða alvarlega er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og embætti á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV. Var hún spurð um hvort það þýddi að embætti Ríkislögreglustjóra yrði þá lagt niður, næðu þessar tillögur fram að ganga. „Það kæmi einn haus eða yfirmaður á þessi tvo embætti en einnig að ýmis verkefni sem eru undir Ríkislögreglustjóra myndu geta farið á önnur embætti til að styrkja þau,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að hugmyndirnar væru unnar á grundvelli skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta frá árinu 2009. Var Áslaug Arna einnig spurð að því hversu langan tíma hún gæti tekið til þess að finna lausn á málinu. „Ég get gefið mér örfáar vikur. Ég er að vinna þetta afar hratt og tel að skipulagsbreytingar sem þessar gætu verið lausn bæði vegna vegna þessa máls en ekki síst til að bæta löggæslu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00