Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 19:27 Áslaug Arna ræðir við fjölmiðla við stjórnarráðið í morgun. Vísir Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið. „Við erum meðal annars að setja í vinnu málefni lögreglunnar, hvernig við getum komið með skipulagsbreytingar til hagsbóta fyrir bæði lögregluna sjálfa en ekki síst borgarana. Á næstu dögum mun fara fram samráð um þær. Eitt af því sem við erum að skoða alvarlega er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og embætti á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV. Var hún spurð um hvort það þýddi að embætti Ríkislögreglustjóra yrði þá lagt niður, næðu þessar tillögur fram að ganga. „Það kæmi einn haus eða yfirmaður á þessi tvo embætti en einnig að ýmis verkefni sem eru undir Ríkislögreglustjóra myndu geta farið á önnur embætti til að styrkja þau,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að hugmyndirnar væru unnar á grundvelli skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta frá árinu 2009. Var Áslaug Arna einnig spurð að því hversu langan tíma hún gæti tekið til þess að finna lausn á málinu. „Ég get gefið mér örfáar vikur. Ég er að vinna þetta afar hratt og tel að skipulagsbreytingar sem þessar gætu verið lausn bæði vegna vegna þessa máls en ekki síst til að bæta löggæslu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Mikill styr hefur staðið um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið. „Við erum meðal annars að setja í vinnu málefni lögreglunnar, hvernig við getum komið með skipulagsbreytingar til hagsbóta fyrir bæði lögregluna sjálfa en ekki síst borgarana. Á næstu dögum mun fara fram samráð um þær. Eitt af því sem við erum að skoða alvarlega er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og embætti á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV. Var hún spurð um hvort það þýddi að embætti Ríkislögreglustjóra yrði þá lagt niður, næðu þessar tillögur fram að ganga. „Það kæmi einn haus eða yfirmaður á þessi tvo embætti en einnig að ýmis verkefni sem eru undir Ríkislögreglustjóra myndu geta farið á önnur embætti til að styrkja þau,“ sagði Áslaug Arna og bætti við að hugmyndirnar væru unnar á grundvelli skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu lögregluembætta frá árinu 2009. Var Áslaug Arna einnig spurð að því hversu langan tíma hún gæti tekið til þess að finna lausn á málinu. „Ég get gefið mér örfáar vikur. Ég er að vinna þetta afar hratt og tel að skipulagsbreytingar sem þessar gætu verið lausn bæði vegna vegna þessa máls en ekki síst til að bæta löggæslu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan níu í fyrramálið til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 15:44
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00