Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 13:45 Snorri Magnússon er formaður Landsambands lögreglumanna. Hann treystir ekki Haraldi í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira