„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 10:43 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi meðal annars málefni lögreglunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira