Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2019 10:07 Líkamsleifar Franco hafa hvílt í Dal hinna föllnu, norður af Madríd. Getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt að líkamsleifar herforingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra Spánar, skuli grafnar upp. BBC segir frá þessu, en dómurinn féll í morgun. Úrskurðurinn styður við áform vinstri stjórnar landsins um að flytja líkamsleifar Franco úr ríkisfjármögnuðu grafhýsi í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos), skammt frá höfuðborginni Madríd, og á annan stað, Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitnum, þar sem eiginkona Franco hvílir. Hæstiréttur Spánar hafnaði með þessu áfrýjun fjölskyldu Franco sem var andsnúin fyrirhuguðum flutningi.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.GettyLíkamsleifar 33 þúsund manna Stjórn Sósíalista hefur lagt mikla áherslu á flutning líkamsleifanna og er það liður í áætlun þeirra að gera Dal hinna föllnu að stað þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar 33 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan. Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959. Hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Spánn Tengdar fréttir Spánverjar ætla að grafa upp líkið af einræðisherranum Franco TIl stendur að færa líkið og breyta grafhýsinu þar sem einræðisherrann liggur grafinn í minnisvarða um fórnarlömb borgarstríðsins á Spáni. 15. mars 2019 16:46 Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt að líkamsleifar herforingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra Spánar, skuli grafnar upp. BBC segir frá þessu, en dómurinn féll í morgun. Úrskurðurinn styður við áform vinstri stjórnar landsins um að flytja líkamsleifar Franco úr ríkisfjármögnuðu grafhýsi í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos), skammt frá höfuðborginni Madríd, og á annan stað, Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitnum, þar sem eiginkona Franco hvílir. Hæstiréttur Spánar hafnaði með þessu áfrýjun fjölskyldu Franco sem var andsnúin fyrirhuguðum flutningi.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.GettyLíkamsleifar 33 þúsund manna Stjórn Sósíalista hefur lagt mikla áherslu á flutning líkamsleifanna og er það liður í áætlun þeirra að gera Dal hinna föllnu að stað þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar 33 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan. Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959. Hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.
Spánn Tengdar fréttir Spánverjar ætla að grafa upp líkið af einræðisherranum Franco TIl stendur að færa líkið og breyta grafhýsinu þar sem einræðisherrann liggur grafinn í minnisvarða um fórnarlömb borgarstríðsins á Spáni. 15. mars 2019 16:46 Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Spánverjar ætla að grafa upp líkið af einræðisherranum Franco TIl stendur að færa líkið og breyta grafhýsinu þar sem einræðisherrann liggur grafinn í minnisvarða um fórnarlömb borgarstríðsins á Spáni. 15. mars 2019 16:46
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22