Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 27-25| ÍR hafði betur í háspennuleik í Austurbergi Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 23. september 2019 21:30 vísir/bára ÍR er enn taplaust eftir sigur á HK í Austurbergi í kvöld 27-25. Leikurinn var jafn fram á síðustu mínútu en ÍR leiddi í hálfleik með einu marki, 14-13. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur mörkum eftir fyrsta stundarfjórðunginn, 7-4. Í framhaldi af því kom 3-0 kafli frá gestunum sem jöfnuðu leikinn í 7-7, eftir það hélst leikurinn jafn þar sem liðin skiptust á að skora og féll það í skaut heimamanna að skora síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu því í hálfleik, 14-13. Leikurinn hélst jafn í upphafi síðari hálfleiks en um miðbik hálfleiksins náðu heimamenn þriggja marka forystu, 21-18. HK elti það sem eftir lifði leiks, þeim tókst að minnka forystu ÍR niður í eitt mark, 23-22, en lengra komust gestirnir ekki. ÍR átti í framhaldinu 3-0 kafla og var staðan 26-23 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍR, 27-25. ÍR er því á toppi deildarinnar með 6 stig, ásamt öðrum liðum, á meðan HK er enn án stiga eftir þrjár umferðir. Af hverju vann ÍR? Eftir jafnan og spennandi leik þá var það reynslan í liði ÍR sem hafði betur á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr?Hafþór Vignisson og Sveinn Andri Sveinsson voru frábærir í liði ÍR, atkvæðamestir í bæði vörn og sókn. Þeir skoruðu 6 mörk hvor en auk þess þá var Hafþór með 6 sköpuð færi og 8 löglegar stöðvanir. Óðinn Sigurðsson kom inn markið hjá ÍR, fyrir Sigurð Ingiberg Ólafsson, og átti virkilega góðan leik og mikinn þátt í þeirra sigri í kvöld. Hann var með 50% markvörslu eða 16 varða bolta. Blær Hinriksson var atkvæðamestur í liði HK og skoraði 9 mörk. Þá má hrósa markverði liðsins, Davíð Svanssyni, fyrir sína innkomu, hann kom inn á síðustu mínútum leiksins og varði 7 bolta, jafn marga og Stefán Stefánsson hafði gert allan leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki til afspurnar í leiknum. HK-ingar voru óagaðir og nýttu þau færi sem þeir komu sér í illa. Pétur Árni Hauksson átti enga drauma endurkomu á sínum gamla heimavelli, hann átti mjög slakann leik í liði HK. Hvað er framundan? Í fjórðu umferð fara ósigraðir ÍR-ingar norður yfir heiðar þar sem þeir mæta KA. HK fer í hina áttina í draumalandið, þar sem þeir mæta íslandsmeisturum Selfoss. Bjarni Fritzson þjálfari ÍRvísir/báraBjarni Fritz: Við vorum ekki góðirBjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er ánægður með að liðið hafi unnið þrátt fyrir slaka frammistöðu í leiknum „HK-ingarnir eru með hrikalega hæfileikaríka stráka og þeir eru bara að láta vaða á þetta, svo við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ „Við höfðum trú á því að ef við myndum spila okkar leik að þá myndum við taka þá. Enn svo spiluðum við ekki okkar leik, þá varð þetta mjög erfitt og við getum bara verið þakklátir fyrir þessi tvö stig, því við hefðum hæglega getað tapað þeim báðum.“ Leikurinn var jafn lungað af leiknum og segir Bjarni að hann sé allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna. Hann segist þó taka eitthvað jákvætt með sér eftir þennann leik. „Þetta var bara lélegur leikur, við vorum ekki góðir. Varnarlega var ég svona þokkalega ánægður, Óðinn kom með frábæra innkomu en svo finnst mér ég ekki geta talað neitt fallega um sóknarleikinn. Enn ég er samt ánægður með að við höfum haft karakterinn í að klára leikinn“ „Það er auðvitað við því að búast að það komi lélegir leikir í vetur, þetta verður ekki allt dans á rósum. Að við sigrum leiki þar sem við erum ekki frábærir, það er styrkleikamerki og ég er ángæður með það.“ sagði Bjarni að lokum Elías Már: Við vorum betri en ÍR„Ég er bara drullu ósáttur“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK „Mér finnst að við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við vorum betri heilt yfir í leiknum.“ „Ég er bara mjög óánægður með atvik undir lok leiks þegar þeir reka okkur útaf og þá ná ÍR-ingarnir áhlaupi á okkur sem kláraði leikinn fyrir ÍR“ sagði Elías um ákvörðun dómara undir lokin Elías hrósar Óðni í markinu hjá ÍR en bætir því við að þeir hafi átt að nýta sín færi betur. Heilt yfir sýndi HK góðan leik í kvöld og tekur Elías margt jákvætt með sér eftir þessa viðureign „Við vorum að brenna af nokkrum dauðafærum undir lokin, það er bara dýrt í svona jöfnum leikjum. Heilt yfir er ég samt gríðalega ánægður með frammistöðuna okkar í dag. Við vorum betri en ÍR lengst af í leiknum en fáum ekkert útúr því“ „Ég er orðinn pínu leiður á því að tala um að við séum að spila rosa vel en fáum ekkert útúr því. Það er lítil reynsla í liðinu okkar og allt það en við erum á réttri leið.“ sagði Elías Már að lokum Olís-deild karla
ÍR er enn taplaust eftir sigur á HK í Austurbergi í kvöld 27-25. Leikurinn var jafn fram á síðustu mínútu en ÍR leiddi í hálfleik með einu marki, 14-13. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur mörkum eftir fyrsta stundarfjórðunginn, 7-4. Í framhaldi af því kom 3-0 kafli frá gestunum sem jöfnuðu leikinn í 7-7, eftir það hélst leikurinn jafn þar sem liðin skiptust á að skora og féll það í skaut heimamanna að skora síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu því í hálfleik, 14-13. Leikurinn hélst jafn í upphafi síðari hálfleiks en um miðbik hálfleiksins náðu heimamenn þriggja marka forystu, 21-18. HK elti það sem eftir lifði leiks, þeim tókst að minnka forystu ÍR niður í eitt mark, 23-22, en lengra komust gestirnir ekki. ÍR átti í framhaldinu 3-0 kafla og var staðan 26-23 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍR, 27-25. ÍR er því á toppi deildarinnar með 6 stig, ásamt öðrum liðum, á meðan HK er enn án stiga eftir þrjár umferðir. Af hverju vann ÍR? Eftir jafnan og spennandi leik þá var það reynslan í liði ÍR sem hafði betur á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr?Hafþór Vignisson og Sveinn Andri Sveinsson voru frábærir í liði ÍR, atkvæðamestir í bæði vörn og sókn. Þeir skoruðu 6 mörk hvor en auk þess þá var Hafþór með 6 sköpuð færi og 8 löglegar stöðvanir. Óðinn Sigurðsson kom inn markið hjá ÍR, fyrir Sigurð Ingiberg Ólafsson, og átti virkilega góðan leik og mikinn þátt í þeirra sigri í kvöld. Hann var með 50% markvörslu eða 16 varða bolta. Blær Hinriksson var atkvæðamestur í liði HK og skoraði 9 mörk. Þá má hrósa markverði liðsins, Davíð Svanssyni, fyrir sína innkomu, hann kom inn á síðustu mínútum leiksins og varði 7 bolta, jafn marga og Stefán Stefánsson hafði gert allan leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki til afspurnar í leiknum. HK-ingar voru óagaðir og nýttu þau færi sem þeir komu sér í illa. Pétur Árni Hauksson átti enga drauma endurkomu á sínum gamla heimavelli, hann átti mjög slakann leik í liði HK. Hvað er framundan? Í fjórðu umferð fara ósigraðir ÍR-ingar norður yfir heiðar þar sem þeir mæta KA. HK fer í hina áttina í draumalandið, þar sem þeir mæta íslandsmeisturum Selfoss. Bjarni Fritzson þjálfari ÍRvísir/báraBjarni Fritz: Við vorum ekki góðirBjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er ánægður með að liðið hafi unnið þrátt fyrir slaka frammistöðu í leiknum „HK-ingarnir eru með hrikalega hæfileikaríka stráka og þeir eru bara að láta vaða á þetta, svo við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ „Við höfðum trú á því að ef við myndum spila okkar leik að þá myndum við taka þá. Enn svo spiluðum við ekki okkar leik, þá varð þetta mjög erfitt og við getum bara verið þakklátir fyrir þessi tvö stig, því við hefðum hæglega getað tapað þeim báðum.“ Leikurinn var jafn lungað af leiknum og segir Bjarni að hann sé allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna. Hann segist þó taka eitthvað jákvætt með sér eftir þennann leik. „Þetta var bara lélegur leikur, við vorum ekki góðir. Varnarlega var ég svona þokkalega ánægður, Óðinn kom með frábæra innkomu en svo finnst mér ég ekki geta talað neitt fallega um sóknarleikinn. Enn ég er samt ánægður með að við höfum haft karakterinn í að klára leikinn“ „Það er auðvitað við því að búast að það komi lélegir leikir í vetur, þetta verður ekki allt dans á rósum. Að við sigrum leiki þar sem við erum ekki frábærir, það er styrkleikamerki og ég er ángæður með það.“ sagði Bjarni að lokum Elías Már: Við vorum betri en ÍR„Ég er bara drullu ósáttur“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK „Mér finnst að við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við vorum betri heilt yfir í leiknum.“ „Ég er bara mjög óánægður með atvik undir lok leiks þegar þeir reka okkur útaf og þá ná ÍR-ingarnir áhlaupi á okkur sem kláraði leikinn fyrir ÍR“ sagði Elías um ákvörðun dómara undir lokin Elías hrósar Óðni í markinu hjá ÍR en bætir því við að þeir hafi átt að nýta sín færi betur. Heilt yfir sýndi HK góðan leik í kvöld og tekur Elías margt jákvætt með sér eftir þessa viðureign „Við vorum að brenna af nokkrum dauðafærum undir lokin, það er bara dýrt í svona jöfnum leikjum. Heilt yfir er ég samt gríðalega ánægður með frammistöðuna okkar í dag. Við vorum betri en ÍR lengst af í leiknum en fáum ekkert útúr því“ „Ég er orðinn pínu leiður á því að tala um að við séum að spila rosa vel en fáum ekkert útúr því. Það er lítil reynsla í liðinu okkar og allt það en við erum á réttri leið.“ sagði Elías Már að lokum