Ætla að framleiða olíu úr sláturfitu í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2019 06:00 Hægt er að framleiða lífdísilolíu úr steikingarolíu og öðrum úrgangi sem safnað er á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ein milljón lítra af olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt er að skipta út fyrir lífdísil á mjög auðveldan hátt. Unnið er að undirbúningsvinnu innan Vistorku á Akureyri í samstarfi við Moltu að þessum orkuskiptum. Áætlun gengur út á að kostnaður við orkuskiptin borgi sig upp á aðeins fimmtán árum. Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku„Við sjáum fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil úr fitu sem kemur með sláturúrgangi til Moltu. Þannig mætti vinna stærstan hluta þess. Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum. Því er þetta hagkvæmt verkefni sem og að minnka losun í Eyjafirði,“ segir Guðmundur Haukur. Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum. „Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við. „Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við. Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára. Akureyri Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ein milljón lítra af olíu er notuð í Eyjafirði sem hægt er að skipta út fyrir lífdísil á mjög auðveldan hátt. Unnið er að undirbúningsvinnu innan Vistorku á Akureyri í samstarfi við Moltu að þessum orkuskiptum. Áætlun gengur út á að kostnaður við orkuskiptin borgi sig upp á aðeins fimmtán árum. Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku„Við sjáum fyrir okkur að vinna aðallega líf dísil úr fitu sem kemur með sláturúrgangi til Moltu. Þannig mætti vinna stærstan hluta þess. Við gerum ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fimm hundruð milljónir króna og greiðast upp á um 15 árum. Því er þetta hagkvæmt verkefni sem og að minnka losun í Eyjafirði,“ segir Guðmundur Haukur. Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi. Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum. „Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við. „Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við. Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára.
Akureyri Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira