Fótbolti

Heimir og Brynjar fær­eyskir bikar­meistarar: Fimm­tándi bikar Heimis sem aðal­þjálfari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB og hefur unnið tvo bikara á fyrstu tveimur árum sínum í Færeyjum.
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB og hefur unnið tvo bikara á fyrstu tveimur árum sínum í Færeyjum. vísir/daníel
Heimir Guðjónsson og Brynjar Hlöðversson eru bikarmeistarar í Færeyjum eftir að liðið vann öruggan 3-1 sigur á Víkingi frá Götu í úrslitaleiknum í dag.

Spilað var í mikilli þoku en fyrsta mark leiksins kom á 40. mínútu er Adrian Justinussen skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Staðan 1-0 í hálfleik.

Á sjöundu mínútu síðari hálfleiks var það Símun Samuelsen, fyrrum Keflvíkingur, sem tvöfaldaði forystuna en tíu mínútum síðar minnkaði Lava Olsen fyrir Víking.







Sebastian Pingel skoraði hins vegar þriðja markið á 71. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og verðskuldaður sigur HB fyrir framan tæplega þrjú þúsund manns.

Brynjar var með fyrirliðabandið hjá HB en þeir hafa því unnið færeysku deildina og færeyska bikarinn á þeim tveimur árum sem þeir hafa verið í Færeyjum. Einnig urðu þeir meistarar meistaranna fyrir tímabilið.

Magnaður Heimir heldur því áfram að safna titlum í safnið sem aðalþjálfari en hann varð fimm sinnum meistari sem þjálfari FH og vann bikarinn einu sinni.

Hann vann svo tvo deildarbikarinn tvisvar og meistari meistaranna fjórum sinnum. Mögnuð bikarasöfnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×