Skjern hafði betur gegn Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolding gerði jafntefli við Lemvig-Thyborön á heimavelli.
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Skjern unnu fjögurra marka sigur á Fredericia 29-25 eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik.
Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson kom ekki við sögu í leiknum.
Kolding hafði verið með yfirhöndina gegn Lemvig allan seinni hálfleikinn en gestirnir skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum leiksins og tryggðu sér stig.
Leiknum lauk með 23-23 jafntefli eftir að Kolding var 12-10 yfir í hálfleik.
Árni Bragi Eyjólfsson komst ekki á blað í liði Kolding.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)