Bjarni Mark Antonsson tryggði Brage sigur á Frej í sænsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.
Brage mætti á heimavöll Frej í kvöld og var íslenski miðjumaðurinn búinn að koma gestunum yfir eftir ellefu mínútna leik. Mark hans skildi liðin að í hálfleik.
Heimamenn skoruðu tvö mörk á sjö mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks og komust yfir. Mattias Liljestrand jafnaði leikinn á nýjan leik á 63. mínútu.
Það var allt farið að stefna í jafntefli þegar Bjarni skoraði sigurmarkið fyrir Brage á 85. mínútu leiksins. Lokatölur urðu 3-2.
Brage fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Mjallby á toppnum sem á þó leik til góða.
Í úrvalsdeildinni kom Daníel Hafsteinsson inn af varamannabekknum undir lok 2-0 sigurs Helsingborg á Kalmar.
Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Viking sem vann stórsigur á Mjondalen 4-1 í norsku úrvalsdeildinni.
Bjarni með sigurmark fyrir Brage
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn