Í Val verður alltaf hlúð vel að kvennaíþróttum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. september 2019 09:30 Börkur hefur verið sigursæll í stjórnartíð sinni hjá Val. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Valur varð á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni sem er handhafi Íslandsmeistaratitilsins í körfubolta, handbolta og fótbolta á sama tíma þegar Valskonur unnu Keflavík í lokaumferðinni og tryggðu sér með því ellefta Íslandsmeistaratitilinn. Erfitt er að sjá nokkurt lið leika þetta afrek eftir á næstu árum enda ekki mörg lið með félög í fremstu röð í öllum greinunum. Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það sýna metnað Vals fyrir kvennaíþróttum og samheldnina innan félagsins. „Þetta er flott met að setja og vekur vonandi verðskuldaða athygli. Þessi árangur ætti að sýna íþróttaáhugafólki að í Val hefur og verður alltaf hlúð vel að kvennaíþróttum, okkar hlutverk er að móta og skapa umhverfi fyrir stelpurnar til að blómstra í. Okkur hefur tekist að skapa samheldni á milli deilda, bæði á milli íþrótta og á milli karla- og kvennaliðanna og styðja þau við bakið á hvort öðru. Mér þykir þetta eitt af því fallega við Val í dag, þessi samkennd og fjölskyldustemning sem er yfir félaginu.“ Með því tókst Val að binda enda á átta ára bið eftir Íslands- eða bikarmeistaratitli í kvennaflokki. „Það var hálfgerð eyðimerkurganga sem er ekkert óeðlileg eftir einokunartímabil eins og Valsliðið var með fyrir 10–15 árum. Menn eiga það til að gleyma uppeldisstarfinu þegar velgengnin er slík og fara að taka því sem sjálfsögðum hlut að vinna titla þegar önnur lið eru að bæta sig á sama tíma. Við reyndum á hverju ári að komast aftur í fremstu röð á ný.“ Margir leikmenn í meistaraliði Vals í dag voru einnig með liðinu árið 2011. „Þegar maður lítur til baka á þessi meistaralið Vals á þessum tíma, þá var þetta enginn smá mannskapur og það voru forréttindi að hafa þessar knattspyrnukonur í félaginu. Um tíma var rjómi íslenskrar kvennaknattspyrnu í Val á sama tíma. Það er varla hægt að ætlast til þess að hópur af þessu kaliberi komi saman aftur þótt það séu nokkrar ennþá í liðinu frá 2011. Mér er það til efs að lið af þessum styrkleika komi saman á Íslandi aftur þótt það sé okkar að reyna að smíða þessi lið,“ sagði Börkur léttur.Börkur Edvardsson, Valur„Þessi titill er uppskera góðs starfs undanfarin ár, við megum ekki staðna. Þurfum að halda rétt á spöðunum sem félag og bæta okkur til að koma í veg fyrir aðra eyðimerkurgöngu. Í því þurfum við að setja auknar kröfur á leikmenn og þjálfara þvi önnur lið reyna alltaf að sækja á þau bestu.“ Titlarnir eru orðnir 63 í öllum keppnum síðan Börkur settist í stjórn árið 2003 og tók við formannsstarfi um haustið. „Ég átti ekki von á að titlafjöldinn yrði þessi þegar ég kom inn í stjórnina árið 2003. Það var erfitt umhverfi hjá Val á þessum árum, aðstöðuleysi hjá félaginu og fjárhagsleg vandræði. Meistaraflokkur karla bar skýr merki um það á þeim tíma þegar þeir flökkuðu á milli deilda. Karlaliðið féll um haustið og ég, Jón Grétar Jónsson, Jón Höskuldsson og Bragi Bragason komum inn sem uppaldir Valsmenn. Við fylgdumst með félaginu sem pjakkar þegar félagið var að vinna titla og ákváðum strax að snúa við óheillaþróuninni sem var búin að eiga sér stað karlamegin síðustu ár. Það tókst vel en þetta er alls ekki bara á okkar höndum, við fengum auðvitað mikla og góða hjálp frá fjölmörgum góðum aðilum sem hafa lagt hönd á plóg hjá félaginu.“ Elísabet Gunnarsdóttir, núverandi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, kom liðinu í fremstu röð árið 2004. Undir stjórn Elísabetar vann Valur titilinn fjórum sinnum á fimm árum áður en Freyr Alexandersson vann tvo titla á tveimur árum. „Kvennamegin fengum við Elísabetu inn árið 2003 og fáum svo Freysa inn seinna meir. Þau eru kraftmiklir og framsýnir þjálfarar sem tóku liðið í hæstu hæðir eins og sést í því þegar við fórum í átta liða úrslit Evrópukeppninnar eitt árið.“ Valsliðið náði ekki sömu hæðum karlamegin fyrr en árið 2005 þegar Willum Þór Þórsson tók við liðinu og vann bikarmeistaratitil á fyrsta árinu. „Árið 2005 tekur Willum við karlaliðinu sem voru kaflaskil hjá karlaliði félagsins. Við fengum inn leiðtoga og mann sem hafði unnið titla með KR og þekkti því þessa sigurhefð. Vissi að hverju Valur stefndi og var tilvalinn í að koma Val aftur á sinn stall. Undir stjórn Willums vannst bikarinn strax á fyrsta ári sem gaf okkur gríðarlega mikið. Við fengum meiri trú á verkefnið og auðveldara var að fá fólk til að starfa með okkur, auðveldara að fjármagna reksturinn og að fá leikmenn.“ Einn þeirra sem gengu til liðs við Val á þessum tímapunkti var Guðmundur Benediktsson. Guðmundur var kynntur á sama blaðamannafundi og Margrét Lára Viðarsdóttir hjá kvennaliðinu og markaði það ákveðin kaflaskil hjá Val. „Gummi var lykilþáttur í þessum kaflaskilum karlamegin ásamt Willum, þeir voru öflugt tvíeyki. Á sama tíma kemur Margrét Lára Viðarsdóttir í Val. Það er gaman að rifja það upp að þegar við héldum blaðamannafund þar sem þau voru kynnt til leiks hversu mikla og góða athygli það fékk, enda um að ræða tvær af stærstu stjörnum íslenskrar knattspyrnu. Þegar litið er til baka er gaman að þau hafi verið kynnt til leiks á sama tíma.“ Tveimur árum síðar varð Valur Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki á sama tíma. Titillinn í karlaflokki var sá fyrsti í tuttugu ár og á því kærkominn stað hjá formanninum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Valur varð á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni sem er handhafi Íslandsmeistaratitilsins í körfubolta, handbolta og fótbolta á sama tíma þegar Valskonur unnu Keflavík í lokaumferðinni og tryggðu sér með því ellefta Íslandsmeistaratitilinn. Erfitt er að sjá nokkurt lið leika þetta afrek eftir á næstu árum enda ekki mörg lið með félög í fremstu röð í öllum greinunum. Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það sýna metnað Vals fyrir kvennaíþróttum og samheldnina innan félagsins. „Þetta er flott met að setja og vekur vonandi verðskuldaða athygli. Þessi árangur ætti að sýna íþróttaáhugafólki að í Val hefur og verður alltaf hlúð vel að kvennaíþróttum, okkar hlutverk er að móta og skapa umhverfi fyrir stelpurnar til að blómstra í. Okkur hefur tekist að skapa samheldni á milli deilda, bæði á milli íþrótta og á milli karla- og kvennaliðanna og styðja þau við bakið á hvort öðru. Mér þykir þetta eitt af því fallega við Val í dag, þessi samkennd og fjölskyldustemning sem er yfir félaginu.“ Með því tókst Val að binda enda á átta ára bið eftir Íslands- eða bikarmeistaratitli í kvennaflokki. „Það var hálfgerð eyðimerkurganga sem er ekkert óeðlileg eftir einokunartímabil eins og Valsliðið var með fyrir 10–15 árum. Menn eiga það til að gleyma uppeldisstarfinu þegar velgengnin er slík og fara að taka því sem sjálfsögðum hlut að vinna titla þegar önnur lið eru að bæta sig á sama tíma. Við reyndum á hverju ári að komast aftur í fremstu röð á ný.“ Margir leikmenn í meistaraliði Vals í dag voru einnig með liðinu árið 2011. „Þegar maður lítur til baka á þessi meistaralið Vals á þessum tíma, þá var þetta enginn smá mannskapur og það voru forréttindi að hafa þessar knattspyrnukonur í félaginu. Um tíma var rjómi íslenskrar kvennaknattspyrnu í Val á sama tíma. Það er varla hægt að ætlast til þess að hópur af þessu kaliberi komi saman aftur þótt það séu nokkrar ennþá í liðinu frá 2011. Mér er það til efs að lið af þessum styrkleika komi saman á Íslandi aftur þótt það sé okkar að reyna að smíða þessi lið,“ sagði Börkur léttur.Börkur Edvardsson, Valur„Þessi titill er uppskera góðs starfs undanfarin ár, við megum ekki staðna. Þurfum að halda rétt á spöðunum sem félag og bæta okkur til að koma í veg fyrir aðra eyðimerkurgöngu. Í því þurfum við að setja auknar kröfur á leikmenn og þjálfara þvi önnur lið reyna alltaf að sækja á þau bestu.“ Titlarnir eru orðnir 63 í öllum keppnum síðan Börkur settist í stjórn árið 2003 og tók við formannsstarfi um haustið. „Ég átti ekki von á að titlafjöldinn yrði þessi þegar ég kom inn í stjórnina árið 2003. Það var erfitt umhverfi hjá Val á þessum árum, aðstöðuleysi hjá félaginu og fjárhagsleg vandræði. Meistaraflokkur karla bar skýr merki um það á þeim tíma þegar þeir flökkuðu á milli deilda. Karlaliðið féll um haustið og ég, Jón Grétar Jónsson, Jón Höskuldsson og Bragi Bragason komum inn sem uppaldir Valsmenn. Við fylgdumst með félaginu sem pjakkar þegar félagið var að vinna titla og ákváðum strax að snúa við óheillaþróuninni sem var búin að eiga sér stað karlamegin síðustu ár. Það tókst vel en þetta er alls ekki bara á okkar höndum, við fengum auðvitað mikla og góða hjálp frá fjölmörgum góðum aðilum sem hafa lagt hönd á plóg hjá félaginu.“ Elísabet Gunnarsdóttir, núverandi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, kom liðinu í fremstu röð árið 2004. Undir stjórn Elísabetar vann Valur titilinn fjórum sinnum á fimm árum áður en Freyr Alexandersson vann tvo titla á tveimur árum. „Kvennamegin fengum við Elísabetu inn árið 2003 og fáum svo Freysa inn seinna meir. Þau eru kraftmiklir og framsýnir þjálfarar sem tóku liðið í hæstu hæðir eins og sést í því þegar við fórum í átta liða úrslit Evrópukeppninnar eitt árið.“ Valsliðið náði ekki sömu hæðum karlamegin fyrr en árið 2005 þegar Willum Þór Þórsson tók við liðinu og vann bikarmeistaratitil á fyrsta árinu. „Árið 2005 tekur Willum við karlaliðinu sem voru kaflaskil hjá karlaliði félagsins. Við fengum inn leiðtoga og mann sem hafði unnið titla með KR og þekkti því þessa sigurhefð. Vissi að hverju Valur stefndi og var tilvalinn í að koma Val aftur á sinn stall. Undir stjórn Willums vannst bikarinn strax á fyrsta ári sem gaf okkur gríðarlega mikið. Við fengum meiri trú á verkefnið og auðveldara var að fá fólk til að starfa með okkur, auðveldara að fjármagna reksturinn og að fá leikmenn.“ Einn þeirra sem gengu til liðs við Val á þessum tímapunkti var Guðmundur Benediktsson. Guðmundur var kynntur á sama blaðamannafundi og Margrét Lára Viðarsdóttir hjá kvennaliðinu og markaði það ákveðin kaflaskil hjá Val. „Gummi var lykilþáttur í þessum kaflaskilum karlamegin ásamt Willum, þeir voru öflugt tvíeyki. Á sama tíma kemur Margrét Lára Viðarsdóttir í Val. Það er gaman að rifja það upp að þegar við héldum blaðamannafund þar sem þau voru kynnt til leiks hversu mikla og góða athygli það fékk, enda um að ræða tvær af stærstu stjörnum íslenskrar knattspyrnu. Þegar litið er til baka er gaman að þau hafi verið kynnt til leiks á sama tíma.“ Tveimur árum síðar varð Valur Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki á sama tíma. Titillinn í karlaflokki var sá fyrsti í tuttugu ár og á því kærkominn stað hjá formanninum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti