Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 30. september 2019 08:00 Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Netöryggi Varnarmál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun