Einn maður var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús á níunda tímanum nú í morgun eftir vinnuslys á athafnasvæði málmendurvinnslufyrirtækisins Furu í Hafnarfirði.
Maðurinn klemmdist á milli vinnutækja samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki fást upplýsingar um það hvort maðurinn sé lífshættulega slasaður.
Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins.
Útkallið kom rétt fyrir klukkan átta og var mikill viðbúnaður á vettvangi; að minnsta kosti þrír sjúkrabílar, tækjabíll frá slökkviliði auk lögreglu.
Fréttin var uppfærð klukkan 11:00.
Fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir vinnuslys
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
