Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Ari Brynjólfsson skrifar 9. október 2019 07:15 Ísland gæti endað á lista FATF yfir áhættusöm þriðju lönd þar sem ríki á borð við Afghanistan, Írak, Jemen og Úganda eru. Fréttablaðið/Pjetur Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira