Snarpur samdráttur í útlánum bankanna verulegt áhyggjuefni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. október 2019 08:15 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira