Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 17:50 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. fréttablaðið/Ernir Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. Nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla og heimili fyrir konur með tvíþættan vanda verða tekin í notkun á næstu vikum. Fyrstu 20 smáhýsin eru væntanleg til landsins fyrir áramót. Nokkuð hefur verið deilt um staðsetningu þeirra en til stendur að nokkrum þeirra verði komið fyrir við Héðinsgötu.Sjá einnig: Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa „Það eru tæplega 80 sem eru að bíða eftir úrræði núna og þessi tuttugu smáhýsi munu mæta hluta af þeim hópi,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er í farvegi að reyna að finna staðsetningu fyrir þau. Það hefur gengið verr en við bjuggumst við en það er í fullri vinnslu núna, það er verið að leita um alla borg,“ segir Heiða. Ýmsar staðsetningar koma til greina þótt ekkert sé í hendi ennþá. „Við höfum verið að skoða uppi á Höfða, í Gufunesi, úti á Granda og Sæbraut, allt þar á milli. Og allir sem hafa góða tillögu að staðsetningu eða vilja lána okkur lóð tímabundið mega bara hafa samband við borgina því að við þurfum virkilega að koma þessum húsum niður því að það er fólk sem að vantar heimili.“ Við Grandagarð eru framkvæmdir í fullum gangi við að innrétta nýtt neyðarskýli fyrir unga fíkla. Til stendur að taka rýmið í notkun í þessum mánuði en þegar eru komin rúm, dýnur og borðbúnaður í húsnæðið þar sem pláss verður fyrir fimmtán til tuttugu unga karlmenn sem ekki hafa í önnur hús að venda. „Síðan erum við að opna núna líka í Vesturbænum úrræði fyrir tvígreindar konur, úrræði sem að við höfum beðið lengi eftir,“ segir Heiða. Þar verður pláss fyrir sex konur. Heiða segir líklegt að nokkrir tugir til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafi óskað eftir úrræði séu heimilislausir.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira