Sjö danskir karlar hafa verið dæmdir fyrir að kaupa barnaníð sem streymt er beint á netinu og lögregla hér á landi hefur fengið ábendingar sem vekja upp grun um að Íslendingar tengist slíkri brotastarfsemi. Málið er í rannsókn en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Þar höldum við líka áfram umfjöllun um mál sem snúa að jörðinni Leyni, þar sem ferðaþjónusta hefur verið rekin mánuðum saman án starfsleyfis.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö, klukkan 18.30.
