Ástæðulaust fjaðrafok vegna taps á fjárfestingum lífeyrissjóðanna Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2019 10:49 Gylfi Magnússon bendir á að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi eignir lífeyrissjóðanna aukist um 550 milljarða. fbl/sigtryggur ari Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“ GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“
GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira