Sigurður sagði að ef Uber uppfylli skilyrði frumvarpsins, og það verði að lögum, gæti fyrirtækið hafi starfsemi. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt af áhuga fyrirtækisins að hefja rekstur hér á landi. Slíkt hefði ekki borist á borðið hans.
Í sumar bárust fregnir af því að samkvæmt frumvarpinu sem um ræðir standi til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs, þar sem slíkar takmarkanir eru ekki taldar samrýmast EES-samningnum.
Sjá einnig: Stígi varlega til jarðar varðandi Uber
Meðal athugasemda sem gerðar voru við frumvarpið var að verið væri að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur eins og Uber geti hafið starfsemi hér á landi.
Skilyrðin sem Sigurður nefndi vörðuðu „atvinnuleyfi, rekstrarleyfi, öryggi og svo framvegis“.
Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og formaður Bifreiðarstjórafélagsins Frami, sagði í fyrra að engin þörf væri á Uber hér á landi. Hér væri samkeppni um berð og enginn skortur væri á leigubílum.