Stendur loksins undir væntingum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 11:00 Traore fagnar. Alex Livesey/Getty Images) Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira