Bandaríski skemmtikrafturinn Rip Taylor er látinn, 84 ára að aldri.
Taylor var þekktur sem Kóngur glitpappírsins (e. King of Confetti) og Grátandi grínistinn, með oft á tíðum litríka framkomu.
Rip Taylor og Wayne í Wayne's World 2.Margir muna eftir Taylor úr kvikmyndinni Wayne‘s World 2 frá árinu 1993 þar sem hann lék sjálfan sig. Aðstoðaði hann félagana Wayne og Garth að koma tónlistarhátíðinni Waynestock almennilega á koppinn með því að lofa því að koma sjálfur fram á hátíðinni sem sérstakur gestur. Þá birtist Taylor einnig í fyrstu þremur Jackass-myndunum.
Bandarískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í kvöld, en útgefandi Taylor staðfesti að hann hafi andast í Los Angeles fyrr í dag.
Grínferill spannaði einhverja sex áratugi og kom hann fram í ótal sjónvarpsþáttum á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.