Elías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. október 2019 18:53 Elías Már Halldórsson þjálfar HK vísir/daníel Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira