Eiga ekkert annað en stoltið Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 19:15 Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“ Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Fátækir eru farnir að leita fyrr til hjálparsamtaka, sem er til marks um að róður þeirra sé að þyngjast að mati talsmanns slíkra samtaka. Einstæðum mæðrum á örorku og öldruðum hafi fjölgað hratt í hópi fátækra, sem þurfi að kyngja stoltinu til að leita sér aðstoðar. Oft hafi því verið þörf til að grípa til aðgerða, en nú sé nauðsyn. Umsóknum í sárafátæktarsjóð Rauða krossins fer stöðugt fjölgandi og er það mat samtakanna að neyð fátækra á Íslandi sé að aukast. Fjölgunin kemur Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur ekki á óvart. Samtök fólks í fátækt á Íslandi hafi fundið vel fyrir þessari þróun. „Það eru fleiri sem vilja koma og fá mat hjá okkur og það eru fleiri sem þurfa á því að halda. Ég sé að það er orðið æ algengara að fyrstu beiðnir berist fljótlega eftir mánaðamót. Það byrjar fyrir og því virðist vera sem róðurinn sé að þyngjast,“ segir Ásta Þórdís hjá Pepp á Íslandi.Sjá einnig: 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Hún segir að neyðin sé einna mest meðal tveggja þjóðfélagshópa. „Við vitum að sá hópur sem hefur það verst eru einstæðar mæður á örorkulífeyri. Það hafa það langverst,“ segir Ásta. Í þeim hópi er Helga Hákonardóttir, sem sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Niðurlægjandi að leita sér aðstoðar Ásta segir að það sé jafnframt að fjölga í hópi aldraðra, sem þyki niðurlægjandi að leita sér aðstoðar. „Því að áður en þú ferð og biður um aðstoð þá þarftu að kyngja stoltinu. Stundum er fólk komið á þeim stað að það á ekkert annað en stoltið og þá er ennþá erfiðara að kyngja því.“ Ásta hvetur stjórnvöld til að mæta þörfum fátækra. „Það eru til margar leiðir til þess að nálgast þennan hóp og bæta um betur. Öll gögn sýna fram á að oft hafi verið þörf en að nú sé brýn nauðsyn.“
Félagsmál Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15