Staðfest að Bernie Sanders fékk hjartaáfall 4. október 2019 22:49 Sanders hefur mælst með annað til þriðja mesta fylgi frambjóðenda í forvali demókrata. Vísir/EPA Læknar Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, segja að hjartaáfall hafi verið ástæða þess að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús í Las Vegas fyrr í vikunni. Sanders, sem er 78 ára gamall, var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag. Hann var lagður inn á þriðjudag þegar hann kenndi sér meins fyrir brjósti á kosningaviðburði. Læknar fundu stíflu í slagæð og gekkst Sanders undir hjartaþræðingu vegna þess. Upphaflega greindi framboð Sanders aðeins frá því að hann hefði fengið slagæðarstíflu. Hann ætlaði að hvíla sig heima í nokkra daga áður en hann hæfi kosningabaráttu sína aftur. „Eftir tvo og hálfan dag á sjúkrahúsi líður mér frábærlega og eftir stutt hlé hlakka ég til að hefja störf aftur,“ er haft eftir Sanders í yfirlýsingu frá framboði hans, að sögn New York Times. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, er á meðal þriggja frambjóðanda sem hafa mælst með mest fylgi í forvali demókrata undanfarna mánuði. Hann tapaði í forvali flokksins gegn Hillary Clinton árið 2016. Næstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali demókrata fer fram 15. október. Talsmenn Sanders segja að hann taki þátt í þeim. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders tekur hlé frá kosningabaráttunni vegna slagæðastíflu Bernie Sanders, einn þeirra sem sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðastíflu. 2. október 2019 16:06 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Læknar Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, segja að hjartaáfall hafi verið ástæða þess að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús í Las Vegas fyrr í vikunni. Sanders, sem er 78 ára gamall, var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag. Hann var lagður inn á þriðjudag þegar hann kenndi sér meins fyrir brjósti á kosningaviðburði. Læknar fundu stíflu í slagæð og gekkst Sanders undir hjartaþræðingu vegna þess. Upphaflega greindi framboð Sanders aðeins frá því að hann hefði fengið slagæðarstíflu. Hann ætlaði að hvíla sig heima í nokkra daga áður en hann hæfi kosningabaráttu sína aftur. „Eftir tvo og hálfan dag á sjúkrahúsi líður mér frábærlega og eftir stutt hlé hlakka ég til að hefja störf aftur,“ er haft eftir Sanders í yfirlýsingu frá framboði hans, að sögn New York Times. Sanders, sem er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, er á meðal þriggja frambjóðanda sem hafa mælst með mest fylgi í forvali demókrata undanfarna mánuði. Hann tapaði í forvali flokksins gegn Hillary Clinton árið 2016. Næstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali demókrata fer fram 15. október. Talsmenn Sanders segja að hann taki þátt í þeim.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders tekur hlé frá kosningabaráttunni vegna slagæðastíflu Bernie Sanders, einn þeirra sem sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðastíflu. 2. október 2019 16:06 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Sanders tekur hlé frá kosningabaráttunni vegna slagæðastíflu Bernie Sanders, einn þeirra sem sækist eftir útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðastíflu. 2. október 2019 16:06