Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. október 2019 08:00 UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum