Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. október 2019 08:00 UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira