Dulles-flugvöllur segist ekkert hafa heyrt í Ballarin síðan í ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2019 14:30 Fulltrúar Dulles-flugvallar funduðu með aðstandendum hins nýja WOW air í ágúst. Síðan hafa þeir ekkert heyrt neitt í flugfélaginu. Getty/narvikk Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst. Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hópurinn sem vinnur að endurreisn WOW air hefur ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Aðstandendur flugfélagsins hafa lýst því yfir að jómfrúarflugið, sem er fyrirhugað síðar í þessum mánuði, verði milli Keflavíkur og umrædds Dulles-flugvallar. Þetta segir Christina Saull, talsmaður flugvallarins, í samskiptum við Vísi. Engar flugferðir á vegum WOW séu fyrirhugaðar um völlinn - „eða aðrar, nýjar áætlanaferðir sem vert er að greina frá,“ eins og Saull kemst að orði. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, og aðrir sem koma að endurreisn WOW air hafa verið nokkuð afdráttarlaus í svörum sínum, allt frá blaðamannafundi hennar á Hótel Sögu í septemberbyrjun: Jómfrúarflugið WOW air verður milli Dulles-flugvallar og Keflavík í október. Upphaflega verði stuðst við bandarískt flugrekstrarleyfi en stefnt á að útvega íslenskt leyfi þegar fram líða stundir.Sjá einnig: Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Talsmaður Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Pálsson, sagði síðast í samtali við fréttastofu í dag að það væri „algjörlega“ ætlunin að fljúga í október. Stefnt væri að því að hægt yrði að bóka ferð með félaginu „sem allra fyrst.“Ágústfundur og ekkert meir Talsmaður Dulles-flugvallar segir að Ballarin og samstarfsmenn hennar hafi fundað með fulltrúum flugvallarins í ágúst síðastliðnum, með það fyrir augum að hefja áætlunarflug um völlinn. Það sé hefðbundið og varla fréttnæmt þegar slíkir fundir eiga sér stað milli flugvallarstjórnendanna og áhugasamra flugrekenda. Aftur á móti hafa stjórnendur Dulles-vallar ekki heyrt neitt frá Ballarin eða hennar fólki frá þessi fundur átti sér stað. „Við höfum ekki fundað með henni síðan þá eða átt í nokkrum öðrum samskiptum við hana,“ segir Saull. Fyrrnefndur Páll Ágúst viðurkennir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á. Því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið,“ segir Páll Ágúst.
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00 Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október. 4. október 2019 13:00
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12
Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15