BL söluhæsta bílaumboðið í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. október 2019 14:00 Nissan Leaf Nissan Alls voru 817 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi ı́ september, tæpum 24% færri en í sama mánuði í fyrra. Af heildarskráningum septembermánaðar voru 230 af merkjum BL, eða rúm 28%. Næst kemst Hekla með 136 bíla um 20% og í þriðja sæti er Brimborg með 123 bíla eða um 18%. Höfðu alls 10.899 bílar verið nýskráðir á árinu um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra höfðu 17.502 bílar verið nýskráðir og er því fækkun um 37,8% á milli ára.Sölutölur nýrra bíla í september.Samgöngustofa32% færri bílaleigubílar það sem af er ári Nýskráningar bílaleigubíla voru 139 í september, litlu fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 121. Nýskráður hafði verið 4.571 bílaleigubíll um síðustu mánaðamót, tæpum 32% færri en á sama tímabili 2018 þegar 6.682 bílar höfðu verið nýskráðir á bílaleigum landsins. Einstaklingar og fyrirtæki Þeir 182 bílar sem BL seldi til fyrirtækja og einstaklinga í september skiptust niður á tíu framleiðendur. Mest seldist af Nissan eða 51 eintak, þar á eftir af Hyundai með 44 og svo Renault með 34.Sölutölur frá BL í september.Samgöngustofa Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent
Alls voru 817 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi ı́ september, tæpum 24% færri en í sama mánuði í fyrra. Af heildarskráningum septembermánaðar voru 230 af merkjum BL, eða rúm 28%. Næst kemst Hekla með 136 bíla um 20% og í þriðja sæti er Brimborg með 123 bíla eða um 18%. Höfðu alls 10.899 bílar verið nýskráðir á árinu um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra höfðu 17.502 bílar verið nýskráðir og er því fækkun um 37,8% á milli ára.Sölutölur nýrra bíla í september.Samgöngustofa32% færri bílaleigubílar það sem af er ári Nýskráningar bílaleigubíla voru 139 í september, litlu fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 121. Nýskráður hafði verið 4.571 bílaleigubíll um síðustu mánaðamót, tæpum 32% færri en á sama tímabili 2018 þegar 6.682 bílar höfðu verið nýskráðir á bílaleigum landsins. Einstaklingar og fyrirtæki Þeir 182 bílar sem BL seldi til fyrirtækja og einstaklinga í september skiptust niður á tíu framleiðendur. Mest seldist af Nissan eða 51 eintak, þar á eftir af Hyundai með 44 og svo Renault með 34.Sölutölur frá BL í september.Samgöngustofa
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent