Höfðu alls 10.899 bílar verið nýskráðir á árinu um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra höfðu 17.502 bílar verið nýskráðir og er því fækkun um 37,8% á milli ára.

32% færri bílaleigubílar það sem af er ári
Nýskráningar bílaleigubíla voru 139 í september, litlu fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 121. Nýskráður hafði verið 4.571 bílaleigubíll um síðustu mánaðamót, tæpum 32% færri en á sama tímabili 2018 þegar 6.682 bílar höfðu verið nýskráðir á bílaleigum landsins.Einstaklingar og fyrirtæki
Þeir 182 bílar sem BL seldi til fyrirtækja og einstaklinga í september skiptust niður á tíu framleiðendur. Mest seldist af Nissan eða 51 eintak, þar á eftir af Hyundai með 44 og svo Renault með 34.