Sjáum hversu langt við erum komin Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. október 2019 15:00 Jón Þór ræðir við Hlín og Söru eftir leik Íslands í haust. Fréttablaðið/Valli Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti