Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2019 08:39 Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. AP Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt.
Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20