Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2019 11:36 Mesta eftirspurn eftir starfsfólki er í greinum tengdum sjávarútvegi. Vísir/vilhelm Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Ætla má að að starfsmönnum 400 stærstu fyrirtækja landsins muni fækka um 0,5 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það hlutfall fært yfir á allan almenna vinnumarkaðinn má ætla að á næsta hálfa ári muni störfum fækka um 700. Lítill skortur er á starfsfólki og hafa þær aðstæður ekki breyst á árinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunnar sem framkvæmd var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins. Þrátt fyrir fyrrgreindar væntingar um fækkun starfsmanna er það mat stjórnendanna að staðan í atvinnulífinu versni ekki mikið á næstu sex mánuðum.Sjá einnig: Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Færri stjórnendur segjast þó finna fyrir skorti á starfsfólki en fyrir ári síðan, 17 prósent samanborið við 22 prósent í fyrra, og er skorturinn sagður mestur í sjávarútvegi. Sautján prósent fyrirtækjanna 400 gera aukinheldur ráð fyrir því að fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum, en 22 prósent búast við fækkun í starfsliðinu.Botninum ekki náð Alls starfa 25 þúsund manns í umræddum fyrirtækjum og af svörum stjórnenda þeirra að dæma er ætlað að starfsmönnunum fækki um 0,5 prósent næsta hálfa árið. „Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um 700 á næstu sex mánuðum. Fjölgunin er 200 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin 900 hjá þeim sem áforma fækkun,“ segir í útlistun Samtaka atvinnulífsins á könnuninni. Þar segir jafnframt að stjórnendur fjármálafyrirtækja sjái fram á mesta fækkun starfsmanna en þar á eftir komi stjórnendur í byggingarstarfsemi og verslun. Þannig virðist fækkun starfa vera framundan í flestum atvinnugreinum nema ýmissi sérhæfðri þjónustu. Það virðist því ætla að verða áframhald á uppsagnarhrinu síðustu mánaða, ef marka má svör stjórnendanna, sem kemur heim og saman við svör forstjóra Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir sagði í samtali við fréttastofu í liðinni viku að botninum væri ekki náð, þrátt fyrir að hópuppsagnir það sem af er ári séu orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Úttekt á svörum stjórnendanna má nálgast á vef Samtaka atvinnulífsins.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. 27. september 2019 18:27