Myndi ekki kvarta undan haustlægð Benedikt Bóas skrifar 1. október 2019 14:00 Blikakonur fara til Parísar að etja kappi við PSG í 16. liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn. Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn.
Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira