Mannréttindi – drifkraftur breytinga Hanna Katrín Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og Andri Óttarsson og Erla Hlín Hjálmarsdóttir skrifa 2. október 2019 08:00 Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Diljá Mist Einarsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Mannréttindi Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun