Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Hörður Ægisson skrifar 2. október 2019 07:00 Vincent Tan. Vísir/Getty Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira