Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2019 20:43 Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira
Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. Sveitarstjóri segir starfsemina dýrmæta lyftistöng fyrir samfélagið. Sýnt var frá athöfninni í fréttum Stöðvar 2.Valdimar Hermann Jóhannesson klippti á borðann ásamt ungmennum frá Tálknafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var hátíðarstund í Tálknafirði í dag en eftir söng Bríetar Vögnu Birgisdóttur var einn af aldursforsetunum í vestfirsku fiskeldi, Valdimar Hermann Jóhannesson, fenginn til að klippa á borðann ásamt fjórum tíundu-bekkingum á Tálknafirði.Einar Kr. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er mikill gleðidagur. Og það sem við höfum auðvitað verið að sjá hér upp á síðkastið er að það hefur ekki bara orðið breyting hér á Vestfjörðum með tilkomu laxeldisins, - það hefur orðið gjörbreyting,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, talsmaður fiskeldisfyrirtækja, og fyrrum ráðherra og þingmaður kjördæmisins.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er í rauninni fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er svokölluð vatnsendurnýtingarstöð. Þannig að við getum mjög vel stýrt öllu hitastigi á mismunandi árgöngum og erum með allt í endurnýtingu, bæði vatn sem og söfnun á lífrænum efnum,“ sagði Sigurður Pétursson, stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Fánar mættu gestum í dag við hliðið á seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það hváðu margir við þegar við sögðum frá því fyrir fimm árum að hér í botni Tálknafjarðar væru að rísa stærstu hús í sögu Vestfjarða. Núna eru þau orðin svo stór að þau gætu hýst tólf handboltavelli. „Þetta er mikil lyftistöng og margir sem vinna hérna. Þetta er gott fyrirtæki, kemur vel fram, þannig að þetta er okkur mjög dýrmætt,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira
Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. 11. október 2014 20:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00