Hægt er að fylgast með undirbúningi geimgöngunnar og geimgöngunni sjálfri neðst í fréttinni.
Þetta er geimganga númer 221 frá geimstöðinni og eru 35 ár síðan kona fór í fyrstu geimgönguna. Þetta er þó í fyrsta sinn sem tvær konur fara í geimgöngu. Um er að ræða fyrstu geimgöngu Meir og verður hún þar með fimmtánda kona heimsins til að gera slíkt. Þetta er fjórða geimganga Koch.
Markmið geimgöngunnar er að skipta út bilaðri rafhlöðu.
Lesendur geta greint hvor geimfarinn er hvor þar sem Koch er í geimbúningi með rauðum strípum. Útsending úr myndavél í hjálmi hennar ber númerið 18 og myndavél Meir ber númerið 11.