Lína Birgitta lýsir erfiðri baráttu við búlimíu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2019 10:30 Lína Birgitta var í Íslandi í dag í gærkvöldi og sagði þar sögu sína í tengslum við búlimíu. Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“ Ísland í dag Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“
Ísland í dag Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira